Saturday, June 11, 2011

Það eru eintómir skýja- og rigningardagar þessa dagana í Salz. Ég voga mér þó ekki að væla enda er hér hlýtt og fallegt þrátt fyrir það - annað en á stórundarlega Íslandi. Ég verð þó að ná einhverju tani áður en ég kem heim fyrst ég er alltaf að monta mig :)

Sigga frænka er að útskrifast í dag sem hjúkrunarfræðingur, hún er svo mikill snillingur. Hún á sko fjögur börn. Ég á ekkert en væli samt sundum yfir bölvuðu álagi, þegar maður þó hefur allan tímann í heiminum í raun og þarf að hugsa um fátt annað en rassinn á sjálfum sér. Pú á mig. Ég elska samt skólalífið, það er virkilega næs. Það er alveg ár eftir en samt bara ár í að ég fari að vinna og verði bara að því nokkurn veginn (ef Guð lofar og allir hinir) þar til ég verð gömul. Sjet.


Spíttbátur í Salzach, hef aldrei séð það áður og væri til í að prófa.

Ég finn ekki "fyrir"myndina sem ég tók í mars og ætlaði að miða við þegar allt væri orðið grænt. Hún væri þá við hliðina á þessari. Fjallið er Gaisberg, sem við Hjalti löbbuðum upp um daginn.

Hjólatúr á leið til Hörpu og Halla.

Þyrla á húsþaki.

Það er rosa mikið uppáhalds að rölta eða hjóla á Mc Café, fá mér stóran kaffi, smáköku og lesa í bók eða læra. Hingað til hef ég ekki gert það sama heima á Íslandi, en mun vonandi bæta úr því við heimkomu. Það er æðis.

Hjólatúr um daginn með Hörpu og Halldóru Björgu. Þetta er Mirabell Garten. Sehr schön.

Er ég búin að setja margar myndir af kaffi, köku og bók á þetta blogg?

Á þennan snilling er ég að fara horfa 17. júní og fagna sýningu, sýningarlokum og þjóðhátíðardegi. Þetta er hin vinsæla Harpa. Seinna mun ég horfa á skvísuna í Hörpu. Ég er farin að safna snilldarsöngkonum í vinahópinn (HMM - augljóslega).

Í tilefni þess að ég postaði www.mfbm.is í síðustu færslu.
http://aslaugosk.blog.is/blog/aslaugosk/ Ég fékk kökk í hálsinn og tár í augun.

Slökum í vælinu yfir því sem skiptir ekki máli og höfum það næs.
xx dísa lífskúnster

1 comment:

  1. Úff, elska að skoða myndir frá Salzburg, virkar ótrúlega falleg borg!!
    Það er svo yndislegt að setjast á kaffihús einn og fá sér kaffi og lesa blöðin eða bækur.. skrýtið að maður geri það ekki oftar á Ísland
    hlakka til að sjá þig eftir örfáa daga ;)

    ReplyDelete