Tuesday, May 31, 2011

Ég ætla ekki að vera með wannabe Flick My Life dálk hérna en ef ég ætlaði að gera það yrði þetta í þeim dálki. Fucking er bær í Austurríki, rétt hjá Salzburg.

Windpassing er líka bær í Austurríki.

Þjóðverjar eru þekktir fyrir margt en að vera fyndnir er ekki eitt af því. Austurríkismenn eru almennt taldir nokkuð líkir Þjóðverjum. Þið getið því ímyndað ykkur hvað bæjarbúar Fucking (og Windpassing) hafa lítinn húmor fyrir túristum sem stela skiltinu aftur... og aftur... og aftur.


Mér finnst þetta ógeðslega fönní.


'
Var að koma úr skokk/hjólaferð í Hellbrunn Garten sem er rétt hjá mér. Það er svo mikið pretty. Ég elska Salzburg.

Monday, May 30, 2011

Júnímánuður verður lærdómsmánuður í Salz .
Í tilefni af því á ég að vera að læra en pósta frekar jarðaberjum og sófasetti.

Það er jarðaberja-season. Það þýðir að jarðaberin eru tryllingslega góð, fersk, ógeðslega mikið til af þeim og hræódýr. ErdbeerDísa er kát með jarðaberjaskálina frá morgni til kvölds.


KD 6021
Af því ég á að vera gera kynningu um hjónaband samkynhneigðra á Íslandi skoða ég falleg húsgögn á netinu. Mig langar í fallegan, kósý, brúnan tungusvefnsófa. Í Reykjavík samt, ekki RP Strasse.


Yndislegi múttinn minn átti afmæli á laugardaginn 28.05. Hún er bestust og fallegust.
Herra Mogensen á sama afmælisdag svo það var haldið upp á hann í Salz með köku, nautasteik, rauðvíni, pakka og H&M sjoppi.

Það er engin kaffivél á Robert Preussler Strasse. McCafé er hérna hinum megin við götuna en ég er tíður gestur þar með góða bók. Það verður samt ljúft að geta fengið sér kaffi án þess að þurfa að borga 450 kall fyrir bollann.


Írskir eftir mánuð!

Sunday, May 29, 2011

Salzburg VI - 3/4


Soldið uppáhalds:



Nú eru ekki nema fjórar vikur í að þetta ævintýri taki enda og alvara lífsins taki við. Alvara lífsins hjá mér er þó ennþá ansi létt og skemmtileg. Ég er komin með vinnu í sumar, sem er náttúrulega frábært. Ég hlakka mikið til að takast á við það. Eftir sumarið tekur við ein "venjuleg" önn í skólanum og svo ritgerð. Eftir ár er ég búin með námið og þá fyrst tekur alvara lífsins við. Hvað sem í henni mun felast.

Þessa litlu ofurhetju passaði ég um daginn. Við Matthildur fórum á róló, röltum um Salzburg og fengum okkur pretzel og skemmtum okkur vel. Maður er ekki lengi að þefa uppi litlar dúllur þó maður flytji úr landi :)

Helst í fréttum frá Salz frá síðustu færslu er að Herra Mogensen kom í heimsókn 19. maí og fór í morgun. Það var æði að hafa hann hérna memm.

Í síðustu færslu óskaði ég eftir vinnu - hún kom (þó hún hafi vissulega ekki komið í gegnum bloggið) og óska ég nú eftir fallegri 2-3 herbergja íbúð í Reykjavík frá og með 1. ágúst nk. Með Reykjavík á ég við svona eðlilega miðsvæðis, þarf ekki að vera 101 en Mosó og Hfj. er out - þið vitið. Svo ef þið vitið um slíkt megiði endilega senda á mig msg á Facebook.

Ég hlakka mikið til að eignast fallegt heimili á ný, geta eldað góðan mat, bakað kökur þegar mig langar, boðið fólki í heimsókn, keypt dúllerí og haft kósý.

Hellurnar tvær í eldhúsinu halda áfram að slá í gegn. Kannski þess vegna sem ég tala extra mikið um eldhúsið í samhengi við nýja íbúð og nýtt heimili.

Jóhanna hans Ásgeirs bró er sett 1. júní - það er næstkomandi miðvikudagur! Mikil ósköp sem ég hlakka til að knúsa þann litla gaur þegar að ég kem heim ásamt Fjólu Katrínu litla fönní snillingnum mínum. Við ætlum að pæjast í sundi í sumar. Það er löngu ákveðið (af minni hálfu en hún mun elska það).

Ég fer til Genf í Sviss á sunnudaginn í skólaferð en þar er mannréttindaráð Sameinuðu þjóðana. Það verður vonandi áhugaverð ferð (m.a. því hún kostar sitt fyrir eiganda að handónýtum krónum!)

Marglituðu, glansandi gaddasandalarnir kosta eittþúsundtvöhundruðogsjötíu evrur - finnst ykkur það ekki fair eða? Mér finnst það. 200.000 kall er ekki neitt fyrir þennan töffaraskap.


Á leið í Saltnámu í Þýskalandi. Þetta var í skólaferð en ég tók Hjalta með svo úr varð góður túristadagur.

Bara stundum að reyna vera kúl krakkar.

xx
dísa

Monday, May 16, 2011

Fjölskylduvika - Vín, Búdapest og Holland

Salzburg heldur áfram að vera falleg eins og hún hefur verið í margar aldir.

Það hefur svo margt gerst síðan ég póstaði síðast. Mamma, pabbi og Gylfi Veigar komu í heila viku - það var yndisleg vika. Við fengum ótrúlega fallegt veður, fórum til Vínar og Búdapest og skoðuðum og gerðum svo margt, bæði þar og hér í Salzburg. Ég geymdi alla helstu túristastaðina þar til þau komu svo mér leið líka eins og ég væri í „útlöndum“ í ferðalagi. Við fórum í hallargarðinn, kastalann, rúnt um bæinn í hestvagni o.fl.

GV, GRG og ÞK í Búdapest

Örn og systkin í Búdapest

Hostfjölskyldan í Vín; Gerhard gamli (65 ára Schwarzenegger) Anna sys, Stefan og Sabina mútti

Picnic í Hellbrunn Garten í Salzburg

Sólbað og leggjaí garðinum fyrir framan Náttúrusafnið í Vín

Ógeðslega fönní móment á Robert-Preussler-Strasse

Elsku múttinn og GV upp á þaki á Hótel Stein í Salzburg að drekka heitt súkkulaði, dúllur ég veit

Sama dag og á sama tíma og þau flugu heim flaug ég til Hollands og var hjá Emmý í viku. Það var eins og við var að búast; tryllings lovely og skemmtilegt. Hlátur, spjall, góður matur og djamm. Við versluðum, hjóluðum, ferðuðumst í lestum um „allt“ Holland o.s.frv. Ég var að heimsækja Emmý í fjórða sinn og ég vildi að ég gæti farið þangað einu sinni í mánuði.

Systurnar úti að borða - Sushi (markmið 2011; læra að borða Sushi)

Daginn eftir að ég kom frá Emmý kom Aldís til Salzburg og var hérna í tvær nætur. Við skoðuðum það helsta í Salzburg, fórum út að borða, drukkum vín, fórum í búðir, fórum út á lífið og höfðum það gott.

Lífið sem ég lifi hérna er í raun of þægilegt - það er þægilegra, rólegra og ljúfara en maður á að venjast býst ég við. En ég reyni líka að njóta þess þeim mun frekar. Ég á eiga eftir að sakna tímans hérna seinna meir. Ég hlakka auðvitað líka til að koma heim, finna íbúð og eignast loksins heimili aftur, njóta íslenskt sumars, leika við uppáhalds fólkið mitt og allt það helsta.

Sundgarðarnir í Salz hafa nú opnað og eru awesome. Selurinn sem ég er keypti náttúrulega season kort í garðana og fór nokkrum sinnum í síðustu viku en þá var tanveður fyrir allan peninginn (nú eru leiðinlegir rigningadagar).

Ég fór til Hörpu í á laugardaginn að horfa á Eurovision, hún bauð mér í sjeðveikan mat. Það var svo gott að fá almennilegan og góðan mat en tvær hellur bjóða ekki upp á fjölbreytta fæðu (og það að búa einn).þ Kjúklingabringur og grænmeti er sem sagt orðið frekar þreytt. Í dag fékk ég svo úgeð góða súkkulaðiköku með jarðaberjum og rjóma í tilefni afmælisdagsins hennar.

Pæjudjamm um daginn

Annars gæti ég vel hugsað mér að búa aftur í útlöndum einhvern tímann. Hvort sem það verður fljótlega eða eftir einhver ár. Þá að sjálfsögðu í meira en eina skólaönn. (Sorrý mamma).

Já og svona btw… Ef einhver veit um vinnu fyrir mig frá 1. júlí (frábær tími til að koma heim í vinnu maður) þá má sá hinn sami láta mig vita. Takk.

Sjáumst!

(45 dagar í Írska!)