Thursday, March 17, 2011

Lífið í Salzburg I

Ég hef nokkrum sinnum hugsað hvort ég ætti að blogga hérna úti. Einhvern veginn er Facebook nóg en stundum langar mig einfaldlega að deila einhverju mis ómerkilegu og smávægilegu og þá er Facebook-status of stutt. Það sem hefur haldið aftur að mér er að með því að blogga er svolítið eins og hafi frá einhverju merkilegu að segja. Svo er ekki. En ég veit að vinkonurnar lesa og gömlu hjónin heima og það er nóg til þess að mig langi að prufa. Hvort sem það verður ein færsla eða reglulegar - það kemur í ljós. Vinkonurnar og fjölskyldan spyrja mikið hvernig gangi og hvernig sé svo það getur verið skemmtilegra að skrifa það almennilega í færslu heldur en að henda nokkrum setningum hingað og þangað í tölvupósti, símtölum, sms-um og Facebook msg. Elsku mamma mín og pabbi eru svo hvorug með Facebook. Ég hef u.þ.b. 15 sinnum reynt að tala fyrir mömmu um að mæta á svæðið en hún þverneitar. Hún sér því enga statusa né myndir en hún myndi lesa bloggið mitt með bros á vör þessi elska

Salzburg er undurfallegur staður. Ég er dolfallin yfir nánast öllu, byggingarnar eru eldgamlar og flottar. Kastalar í fjöllunum - sem eru nánast allan hringinn í kringum borgina. Það er gróður út um allt sem þýðir að staðurinn mun einungis verða fallegri með tímanum þegar allt verður grænt. Hér er hreint og það eingungis nokkrar mínútur að hjóla út í sveit. Fyrir landsbyggðartúttuna er það ákveðinn sigur.

Ég prufaði að hjóla aðra leið heim um daginn úr skólanum og hjólaði þá framhjá þessum fallega garði.

Í gegnum Salzburg rennur áin Salzach sem gerir þetta allt saman ennþá fallegra.

Ef ég ætti alvöru myndavél væru svona myndir tíðari og flottari en það verður að bíða betri tíma.


Það hefur kannski ekki farið fram hjá mínu fólki að vorið er komið í Salzburg.

Ég er í þýskukúrsi hérna, hann er á vegum háskólans en er ekki á meistarastigi svo ég fæ hann ekki metinn heima. Ég ætla að sitja hann þrátt fyrir það enda kom ég hingað til að bæta þýskuna mína. Ég fór í tíma í morgun, hjólandi á fullu spani í rigningunni og settist svo á kaffihús eftir tímann og gerði heimavinnuna. Ég hef gott af því að sitja svona kúrs þar sem ég hef aldrei lært þýsku í skóla. Það sem ég kann lærði ég í Vín fyrir um sex árum síðan. Síðan þá hef ég eingöngu talað endrum og sinnum þegar svo ber undir. Ég hef þó náð að halda henni ágætlega vel við. Ég fór til Vínar um síðustu helgi og gekk furðu vel að tala við vinkonurnar og hostfjölskylduna. Ég gerði samræðurnar ekki vandræðalegar með nærveru minni (þið vitið hvað ég meina) heldur skyldi hvað verið var að ræða og tók þátt. Mig minnti einhvern veginn að ég væri slakari. Þrátt fyrir þessar hetjulegu lýsingar er ég ekki góð í þýsku, ég tala eins og smábarn og kann málfræðireglurnar ekki (sem eru rusalegar).

Í dag er grenjandi rigning, í fyrsta sinn síðan ég kom hingað. Í tilefni af því þvoði ég þvott, skúraði gólfin og þurrkaði af. Ég ætla að horfa á góða mynd í kvöld og narta í eitthvað gott og vonast til að veðrið á morgun verði pretty svo ég geti hjólað út í sveit.

3 comments:

  1. Elsku Dísa mín
    elska bloggið þitt og gaman að heyra hvað er gaman :*
    knús og kossar

    ReplyDelete
  2. Vá hvað ég samgleðst þér að vera í svona fallegri borg. Vildi óska að ég væri að eyða 6 árum á fallegri og fjölbreyttari stað en malbiks-Debrecen. Rosalega fallegur miðbær hérna, en það tekur ca. 10 mín að klára þann fallega labbitúr á enda, svo taka við kommúnista blokkir í niðurnýslu og einbýlishús í röðum sem gleymst hefur að dytta að og hugsa um og svolítið mikið rusl og útigangsfólk. Reyndar er þá ennþá skemmtilegra að skoða borgirnar hérna í kring, Prag, Bratislava og svo er Vínarborgarferð á áætlun á aðventunni (ekki nema tæpir 9 mánuðir til stefnu ;)).

    Bestu kveðjur og gangi þér sem allra best kæra Þórdís! :)

    ReplyDelete
  3. Vera Líndal GuðnadóttirMarch 22, 2011 at 5:59 AM

    Vá hvað er fallegt þarna! :) vertu dugleg að setja myndir inná bloggin, you know i love emm og fleiri gera það eflaust einnig :D

    ReplyDelete