Friday, March 18, 2011

Vínarborgin mín

Ég vissi ekki að bloggsíðan væri á þýsku - ég hélt að mitt svæði til að vinna á væri það bara. Ég fékk ekki að velja tungumál en mér skilst að ef þið ætlið að commenta þá eru lýsingar á þýsku, afsakið það. Ég vona að þið sem hafið áhuga ráðið fram úr því :-)

Ég fór til Vínar um síðustu helgi, stelpan sem leigir með mér kemur frá Tékklandi og er að skrifa meistaratirgerðina sína. Hún verður hérna út apríl, ég hugsa (og vona) að ég verði ein eftir það. En hún er virkilega indæl, hress og skemmtileg. Hún var Eramsus skiptinemi eins og ég fyrir þremur árum svo það er gott að hafa einhvern sem þekkir þetta allt saman. Hún er á bíl hérna og ákvað að heimsækja vin sinn í Vín svo ég fékk að fljóta með í gömlu borgina mína. Það var fáránlega skemmtileg helgi. Ég kom um kvöldið á föstudegi og eyddi því með Sabinu (host-mömmunni frá því 2005-2006) og manninum hennar. Þau voru að spila við nágranna sína en við eyddum áramótunum heima hjá þeim þegar ég bjó þar. Við drukkum rauðvín og spjölluðum. Ég fór svo niður í bæ og hitti Önnu (host-systur) og vini hennar en flestar vinkonur hennar þekki ég vel enda eyddi ég miklum tíma með þeim á þeim tíma.

Ég og Anna sys.

Á hverjum laugardegi borðar Anna (og bróðir hennar Stefan), hádegismat með pabba sínum, konu hans og ömmu og afa. Ég fór alltaf með og ég elskaði það. Það var svona mesta "fjölskyldu-thing" sem ég gerði og þykir mér voða vænt um gömlu hjónin sem buðu mér í mat í hverri viku. Þau voru því hissa að sjá mig fimm árum síðar. Allt var eins, þau borðuðu á sama kínverska staðnum, litu alveg eins út nema afinn er orðinn heldur gamall og lúinn.

Eftir matinn fórum við Anna að versla á Mariahilfer Strasse, það var næs. Þegar ég bjó í Vín var evran undir 70 kalli, nú er hún 100 kalli meira. Það þýðir auðvitað að ég keypti endalaust af fötum þá en ekki eins mikið í dag. Good times. Um kvöldið fórum við svo til Ninu, vinkonu Önnu og drukkum þar og spjölluðum. Við fórum á klúbb sem er stærsti klúbbur í Vín en um 6000 manns fljóta þar í gegn á hverju kvöldi. Það var hresst. Á sunnudeginum var svo hinn vikulegi Mittagsessen hjá Sabinu og eldaði dúllan uppáhalds matinn minn.

Ég var fáránlega heppin með host-fjölskyldu þegar ég fór út og við höfum haldið góðu sambandi síðan. Þau komu öll fjögur til Íslands sumarið 2007 og voru hjá okkur í þrjár vikur. Ég fór svo sumarið 2008 og við Óskar sumarið 2009. Ég græddi ansi margt á þessu ári í Vín. Áfram AFS.


Ég var að koma af McCafé, það er McDonalds hérna rétt hjá svo ég hjólaði þangað í myrkrinu áðan. Ég fékk mér stóran kaffi og las Alkemistann. Ég las bókina síðast í Vín fyrir sex árum svo það er kominn tími til að lesa hana að nýju.

Í gær fór ég á sama stað, drakk sama kaffið og lærði þýsku. Austurríkismenn myndu eflaust skamma mig fyrir að velja McCafé af öllum kaffihúsum en svona eru hermannaáhrif USA mikil fyrir Íslendinginn.

1 comment:

  1. Vera Líndal GuðnadóttirMarch 22, 2011 at 6:02 AM

    Ég fékk hlýju í hjartað að lesa þetta.... dúlló:)

    ReplyDelete