Monday, March 21, 2011

Það er búið að vera skítaveður, í samanburði við Ísland er búið að vera fínt veður, en miðað við vorið sem var komið er búið að vera skítaveður. En samkvæmt útvarpinu í dag var þetta bara farewell á veturinn svo nú kemur vorið aftur og svo sumarið fljótlega. Íslendingurinn er ekki að hata það. Það er samt skondið hvað kuldinn (aftur: ekki kalt á íslenskan en samt alveg kalt) verður lítið mál þegar maður er á hjóli. Mér verður sjaldnast kalt því maður er alltaf á almennilegri hreyfingu. Þetta ætti maður að vita en íslenska Dísa hoppar bara inn og út úr bíl. Salzburg Dísa er fersk á hjólinu alla daga. Mér líka betur við það síðara.


Það var íslenskt rigningarveður fim., fös. og laugardag. Á sunnudaginn fór sólin að skína þrátt fyrir að það væri ennþá pínu kalt. En í tilefni sólar hjólaði ég niður í bæ, settist þar á bekk og las bók. Hjólaði svo á kaffihús, fékk mér kaffi og las áfram. Hjólaði svo heim og kláraði bókina. Ég mun seint væla um álag og stress í Salz.

Mozartinn verður að vera reglulega.



Ég ætla að taka myndir af skólanum fljótlega. Háskólinn er í mörgum byggingum um borgina en bygging lagadeildarinnar er í hjarta miðbæjarins, á milli aðal torgsins og aðal verslunargötunnar í gamla bænum. Það er skondið að sitja inn í margra aldar gamalli byggingu v. geimskip HR.

Annars er ég búin að breyta stillingum á blogginu, nú ætti allt að vera á ensku og nú geta allir commentað undir færslur án þess að skrá sig á einhvern stjarnfræðilegan hátt.

6 comments:

  1. auðvitað er lagadeildin, framtíðar officerar þjóðfélagsins í bestu byggingunni downtown. líklegast elstu ekki satt?

    Geir

    ReplyDelete
  2. Vúhú, ánægð með enskuna, ánægð með þig, ánægð með Austurríki og ánægð með sameiningu í lok apríl. Love love love

    Emmý

    ReplyDelete
  3. En hvað er gaman að lesa og upplifa þetta allt í gegnum þig! Vildi óska að ég kæmist út í heimsókn :) ást til þín yfir hafið!

    ReplyDelete
  4. Vera Líndal GuðnadóttirMarch 22, 2011 at 5:56 AM

    Skvísan sem liggur í bælinu með spelkaða hendi og hor í nefi er ánægð með bloggið, ég er svo abbó útí þig að mér langar að æla.. en um leið vona ég að við verðum heppin með veður á Baróns í sumar :) hlakka til að lesa meiir :)

    Knús og kél.

    ReplyDelete
  5. Ohhh ég er ekkert lítið öfundsjúk að skoða þessar myndir og lesa þetta blogg... samt samgleðst ég þér svo mikið í leið. þvílík togstreita :D Ég er að elska það svo mikið að þú sért að blogga til að leyfa okkur að fylgjast með þú ert svo mikill penni að það er alltaf gaman að lesa frá þér!:) Farðu vel með þig sæta mín... knús knús

    ReplyDelete
  6. Takk fyrir commentin elskurnar :-)

    xx
    dísa

    ReplyDelete