Monday, April 18, 2011

Það er aldeilis kominn tími til að uppfæra þetta blogg hérna - mútti er farin að rukka mig.

Þar sem ég hef ekkert skrifað síðan 21. mars sl. en það að helsta að frétta að ég flippaði og flaug til Íslands tveimur dögum eftir síðasta blogg. Okkur pabba þótti þetta afar góð hugmynd. Mamma fór í aðgerð (ekkert alvarlegt) og var á sjúkrahúsi þegar ég kíkti á hana. Hún alltaf jafn silkislök á kantinum yfir því að ég hafi mætt á svæðið. Ég stytti henni stundir í veikindunum og var heima á Skaganum á daginn og í bænum hjá Herra Mogensen á kvöldin. Þetta voru yndislegir nokkrir dagar en frekar furðulegt að kíkja heim svona allt í einu og eftir svona stuttan tíma.

Til þess að komast þetta fyrir sem minnstan pening ferðaðist ég í rúman sólarhring hvora leið. Veiga frænka líkti mér við síguna, ég las tvær bækur á leiðinni og borðaði nestið mitt (hagsýni síguninn tók með nesti).

Ungfrú Vesturland var helgina sem ég var heima. Ásdís Björg frænka, Eva Laufey vinkona og Helga Björg hans Gylfa Veigars voru allar með og allar í sæti - að sjálfsögðu ;-)

Pæjuvinkonurnar. Vantar samt nokkrar pæjur á myndina. Kökuklúbburinn ætti að breyta nafni sínu í pæjuklúbburinn.


Litli bró og Helga.

Ásdís Björg bjútí


Ég heimsótti Aldísi vinkonu til Graz um síðastliðna helgi. Ég tók lestina strax eftir skóla á föstudaginn (þar sem ég hélt kynningu um hvalveiðar í International Environmental Law, það var hresst) og kom heim á mánudagkvöld. Það var svo ótrúlega gaman. Við fengum yndislega gott veður, fórum í búðir (allar H&M svona aðallega), kaffihús, morgunmat úti í sólinni, út að borða, heimapartý (hjá henni) og á djamm, upp á berg (túristast), spjölluðum og hlógum. Þetta var yndisleg helgi. Hún ætlar að koma til mín svo í heimsókn eða ég kíki til Ítalíu með henni í útilegu yfir helgi. Fólk í Graz fer til Króatíu eða Ítalíu í útilegu, við förum til Akureyrar eða upp í Húsafell. Sjarmi við hvoru tveggja býst ég við. Ég er samt meira í Króatíugírnum.


Ís-stopp í sólinni eftir erfiðan verslunardag.

Allir hressir á djamminu. Flottar stelpur.

Annars kom ruglaður maður í tíma í síðustu viku í European Criminal Law. Hann hafði greinilega setið þarna í lengri tíma á aftasta bekk í litlum sal. Allt í einu kallar hann vandræðalega hátt svo allir hrökkva við og nokkrir fara að hlægja „I have a question!“ með innilegum hreim. Hann röflar eitthvað um Bush, í hvaða skóla kennarinn hafi farið o.fl. og vill svo fá Tom Hanks sem forseta Bandaríkjanna. Hann kveikti svo í sígó og var rekinn út. Engin aðgangskort í miðaldarbyggingunum í Salzburg. Það myndi seint poppa inn útigangsmaður í tíma hjá Bonus Pater og allir hressir í HR.

Lífið er ljúft í Salz. Áhyggjulítið, rólegt og notalegt. Er mikið ein með sjálfri mér, hjóla mikið og les mikið. Þetta var góð ákvörðun.

Sumarveðrið kom aftur í gær eftir leiðinlega rigningarviku. Ég tanaði að sjálfsögðu smá báða dagana. Í gær niður í bæ við ána og á kaffihúsi og í dag úti í garði.

1 comment:

  1. Vera Líndal GuðnadóttirApril 18, 2011 at 4:40 PM

    En hvað er gaman að detta inní eina volga færslu hérna,, mér sem leiddist svona líka!

    Það var svo gaman að fá þig heim, þótt það hefði nú verið stutt síðan þú fórst,, alltaf gott þegar fólk bara.. kemur heim. hehe...

    "Fólk í Graz fer til Króatíu eða Ítalíu í útilegu, við förum til Akureyrar eða upp í Húsafell. Sjarmi við hvoru tveggja býst ég við. Ég er samt meira í Króatíugírnum." ---Ég ældi smá úr hlátri: "ég er samt meira í króatíugírnum" haha! love. og ... ég er á sama plani, Húsafell hvað.

    Haha elska svona klikkhausa,, svo lengi sem þau skaða ekki aðra,, smá tilbreyting í lífið :)

    Annars hlakkar mér bara sudda til að sjá þig í sumar <3

    ReplyDelete