Monday, May 16, 2011

Fjölskylduvika - Vín, Búdapest og Holland

Salzburg heldur áfram að vera falleg eins og hún hefur verið í margar aldir.

Það hefur svo margt gerst síðan ég póstaði síðast. Mamma, pabbi og Gylfi Veigar komu í heila viku - það var yndisleg vika. Við fengum ótrúlega fallegt veður, fórum til Vínar og Búdapest og skoðuðum og gerðum svo margt, bæði þar og hér í Salzburg. Ég geymdi alla helstu túristastaðina þar til þau komu svo mér leið líka eins og ég væri í „útlöndum“ í ferðalagi. Við fórum í hallargarðinn, kastalann, rúnt um bæinn í hestvagni o.fl.

GV, GRG og ÞK í Búdapest

Örn og systkin í Búdapest

Hostfjölskyldan í Vín; Gerhard gamli (65 ára Schwarzenegger) Anna sys, Stefan og Sabina mútti

Picnic í Hellbrunn Garten í Salzburg

Sólbað og leggjaí garðinum fyrir framan Náttúrusafnið í Vín

Ógeðslega fönní móment á Robert-Preussler-Strasse

Elsku múttinn og GV upp á þaki á Hótel Stein í Salzburg að drekka heitt súkkulaði, dúllur ég veit

Sama dag og á sama tíma og þau flugu heim flaug ég til Hollands og var hjá Emmý í viku. Það var eins og við var að búast; tryllings lovely og skemmtilegt. Hlátur, spjall, góður matur og djamm. Við versluðum, hjóluðum, ferðuðumst í lestum um „allt“ Holland o.s.frv. Ég var að heimsækja Emmý í fjórða sinn og ég vildi að ég gæti farið þangað einu sinni í mánuði.

Systurnar úti að borða - Sushi (markmið 2011; læra að borða Sushi)

Daginn eftir að ég kom frá Emmý kom Aldís til Salzburg og var hérna í tvær nætur. Við skoðuðum það helsta í Salzburg, fórum út að borða, drukkum vín, fórum í búðir, fórum út á lífið og höfðum það gott.

Lífið sem ég lifi hérna er í raun of þægilegt - það er þægilegra, rólegra og ljúfara en maður á að venjast býst ég við. En ég reyni líka að njóta þess þeim mun frekar. Ég á eiga eftir að sakna tímans hérna seinna meir. Ég hlakka auðvitað líka til að koma heim, finna íbúð og eignast loksins heimili aftur, njóta íslenskt sumars, leika við uppáhalds fólkið mitt og allt það helsta.

Sundgarðarnir í Salz hafa nú opnað og eru awesome. Selurinn sem ég er keypti náttúrulega season kort í garðana og fór nokkrum sinnum í síðustu viku en þá var tanveður fyrir allan peninginn (nú eru leiðinlegir rigningadagar).

Ég fór til Hörpu í á laugardaginn að horfa á Eurovision, hún bauð mér í sjeðveikan mat. Það var svo gott að fá almennilegan og góðan mat en tvær hellur bjóða ekki upp á fjölbreytta fæðu (og það að búa einn).þ Kjúklingabringur og grænmeti er sem sagt orðið frekar þreytt. Í dag fékk ég svo úgeð góða súkkulaðiköku með jarðaberjum og rjóma í tilefni afmælisdagsins hennar.

Pæjudjamm um daginn

Annars gæti ég vel hugsað mér að búa aftur í útlöndum einhvern tímann. Hvort sem það verður fljótlega eða eftir einhver ár. Þá að sjálfsögðu í meira en eina skólaönn. (Sorrý mamma).

Já og svona btw… Ef einhver veit um vinnu fyrir mig frá 1. júlí (frábær tími til að koma heim í vinnu maður) þá má sá hinn sami láta mig vita. Takk.

Sjáumst!

(45 dagar í Írska!)

2 comments:

  1. Gaman að fylgjast með mín kæra.... írskír segjirðu ... :)

    ReplyDelete
  2. Já! Ætlið þið að kíkja? Ohh það verður svo gaman held ég :-) Írskir eru æði.

    xx
    Þórdís Kolbrún

    ReplyDelete