Sunday, May 29, 2011

Salzburg VI - 3/4


Soldið uppáhalds:



Nú eru ekki nema fjórar vikur í að þetta ævintýri taki enda og alvara lífsins taki við. Alvara lífsins hjá mér er þó ennþá ansi létt og skemmtileg. Ég er komin með vinnu í sumar, sem er náttúrulega frábært. Ég hlakka mikið til að takast á við það. Eftir sumarið tekur við ein "venjuleg" önn í skólanum og svo ritgerð. Eftir ár er ég búin með námið og þá fyrst tekur alvara lífsins við. Hvað sem í henni mun felast.

Þessa litlu ofurhetju passaði ég um daginn. Við Matthildur fórum á róló, röltum um Salzburg og fengum okkur pretzel og skemmtum okkur vel. Maður er ekki lengi að þefa uppi litlar dúllur þó maður flytji úr landi :)

Helst í fréttum frá Salz frá síðustu færslu er að Herra Mogensen kom í heimsókn 19. maí og fór í morgun. Það var æði að hafa hann hérna memm.

Í síðustu færslu óskaði ég eftir vinnu - hún kom (þó hún hafi vissulega ekki komið í gegnum bloggið) og óska ég nú eftir fallegri 2-3 herbergja íbúð í Reykjavík frá og með 1. ágúst nk. Með Reykjavík á ég við svona eðlilega miðsvæðis, þarf ekki að vera 101 en Mosó og Hfj. er out - þið vitið. Svo ef þið vitið um slíkt megiði endilega senda á mig msg á Facebook.

Ég hlakka mikið til að eignast fallegt heimili á ný, geta eldað góðan mat, bakað kökur þegar mig langar, boðið fólki í heimsókn, keypt dúllerí og haft kósý.

Hellurnar tvær í eldhúsinu halda áfram að slá í gegn. Kannski þess vegna sem ég tala extra mikið um eldhúsið í samhengi við nýja íbúð og nýtt heimili.

Jóhanna hans Ásgeirs bró er sett 1. júní - það er næstkomandi miðvikudagur! Mikil ósköp sem ég hlakka til að knúsa þann litla gaur þegar að ég kem heim ásamt Fjólu Katrínu litla fönní snillingnum mínum. Við ætlum að pæjast í sundi í sumar. Það er löngu ákveðið (af minni hálfu en hún mun elska það).

Ég fer til Genf í Sviss á sunnudaginn í skólaferð en þar er mannréttindaráð Sameinuðu þjóðana. Það verður vonandi áhugaverð ferð (m.a. því hún kostar sitt fyrir eiganda að handónýtum krónum!)

Marglituðu, glansandi gaddasandalarnir kosta eittþúsundtvöhundruðogsjötíu evrur - finnst ykkur það ekki fair eða? Mér finnst það. 200.000 kall er ekki neitt fyrir þennan töffaraskap.


Á leið í Saltnámu í Þýskalandi. Þetta var í skólaferð en ég tók Hjalta með svo úr varð góður túristadagur.

Bara stundum að reyna vera kúl krakkar.

xx
dísa

3 comments:

  1. Elska að lesa bloggið þitt mín kæra :)
    Þú veist að í 112 er best að búa! og ég ásamt mínum verðum pottþétt dugleg að mæta í nýbakaðar kökur og fínheit hjá þér ;)

    Njóttu þín

    ReplyDelete
  2. Heyrðu fröken, ég vissi ekki að þú værir komin með vinnu svo ég heimta mail asap.. Ég er sammála Siggu, alltaf gamna að lesa bloggið þitt. Miss og kiss
    Emmý

    ReplyDelete
  3. Til hamingju með vinnuna.. hvar verðuru að vinna mín kæra? Ohh ég kíkji alltaf reglulega inn á bloggið en gleymi oft að commenta... ég elska hvað þú ert að njóta þín og vildi oft að ég væri íþessum sporum :) Hlakka til að fá þig heim ljúfan

    ReplyDelete